Sagt er að stjórnendur Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, séu að leggja lokahönd á endurskipulagningu starfseminnar sem mun meðal annars leiða til þess að fimmtán þúsund manns verður sagt upp störfum eða um fimm prósent af starfsfólki bankans. Aðalframkvæmdastjóri bankans, Charles Prince, er sagður vera undir miklum þrýstingi frá fjárfestum um að bregðast við auknum rekstrarkostnaði. Rekstrarkostnaður jókst um fimmtán prósent í fyrra á meðan tekjur uxu aðeins um sjö prósent á sama tíma.