Í erindi sem Hannes G. Sig­urðsson, aðstoðarframkvæmda­stjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt á málþingi um styttingu vinnuvikunnar sagði hann frum­varp til laga um stytta vinnuviku vega að rótum íslenska kjarasamningalíkansins.

Frumvarpið var lagt fram af þingflokkum Pírata, Samfylkingar­ innar og Vinstri grænum, vega að rótum íslenska kjarasamn­ingalíkansins og vera atlögu að samningsfrelsinu. BSRB var eini vinnumarkaðsaðilinn meðal umsagnaraðilanna sem studdi frum­varpið.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Hannes alla umræðu um styttingu vinnutíma á Íslandi byggjast á grafalvarlegum mis­skilningi og lýsir frumvarpinu sem efnahagslegu hryðjuverki.

Hannes G. Sigurðsson
Hannes G. Sigurðsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ársvinnutími stystur á Íslandi

„Íslendingar skilgreina hugtakið „vinnutíma“ öðruvísi en almennt gerist erlendis sem brenglar allan samanburð og ýkir lengd vinnu­ tíma hér á landi miðað við aðrar þjóðir. Hér á landi ríkir sá rót­ gróni misskilningur að dagvinnu­ vinnutími á viku sé að hámarki 40 stundir,“ segir Hannes.

"Þetta er ekki rétt, því dagvinnutíminn er að hámarki 37 stundir og 5 mínútur. Samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu er vinnu­ tími sá tími sem starfsmaður er við störf og til taks fyrir vinnu­ veitandann. Umsamin kaffihlé, yfirleitt 35 mínútur á dag, reiknast þannig ekki til vinnutíma."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.