Einar Örn Jónsson hefur í gegnum félag sitt Engey Invest ehf., stofnað Mjölni Mynt ehf. en tilgangur félagsins samkvæmt lögbirtingablaði er að kaupa og selja rafmyntir.
Engey Invest er í 100% eigu Einars Arnar en hann er jafnframt stjórnarformaður Mjölnis Myntar.
Í varastjórn félagsins situr fjárfestirinn Einar Sveinsson, fyrrverandi formaður stjórnar gamla Íslandsbanka en hann er jafnframt afi Einars Arnar.
Einar Sveinsson er meðal þekktustu fjárfesta landsins en fjárfestingafélag hans Pólaris hagnaðist um 413 milljónir króna árið 2023. Eignir félagsins voru í árslok bókfærðar á 3,2 milljarða.
Samkvæmt síðasta ársreikningi Engey Invest voru eignir félagsins metnar á 5 milljónir í árslok 2023 og tapaði félagið 44 þúsund krónum.