Einar Örn Jóns­son hefur í gegnum félag sitt Eng­ey Invest ehf., stofnað Mjölni Mynt ehf. en til­gangur félagsins sam­kvæmt lög­birtinga­blaði er að kaupa og selja raf­myntir.

Eng­ey Invest er í 100% eigu Einars Arnar en hann er jafn­framt stjórnar­for­maður Mjölnis Myntar.

Í vara­stjórn félagsins situr fjár­festirinn Einar Sveins­son, fyrr­verandi for­maður stjórnar gamla Ís­lands­banka en hann er jafn­framt afi Einars Arnar.

Einar Sveins­son er meðal þekktustu fjár­festa landsins en fjár­festingafélag hans Pólaris hagnaðist um 413 milljónir króna árið 2023. Eignir félagsins voru í árs­lok bók­færðar á 3,2 milljarða.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi Eng­ey Invest voru eignir félagsins metnar á 5 milljónir í árs­lok 2023 og tapaði félagið 44 þúsund krónum.