Skortur er á örgjörvum í heiminum til að anna eftirspurn á flestum rafknúnum tækjum, frá snjallsímum til sjónvarpa og margskonar heimilstækja. FT greinir frá. Það hefur leitt af sér að hægir á framleiðslu er á ýmsum heimilsvörum á borð við brauðristum og þvottavélum.

Eftirspurn eftir flestum raftækjum til heimilsnota hefur aukist til muna í faraldrinum og hafa framleiðendur örgjörva ekki haft undan að auka framleiðslugetuna. Við þetta bætist viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna. Kínversk fyrirtæki sem hafa orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum bandaríkjanna hafa hamstrað örgjörva.

Sjá einnig: Baráttan um örgjörvann

Suður-kóresku raftækjarisarnir Samsung og LG hafa sagt að ástandið muni valda því að tafir á framleiðslu muni ná inn í árið 2022. Samsung fór að draga úr pöntunum á íhlutum í snjallsíma fyrr í þessum mánuði eftir að hafa varað við „miklu ójafnvægi í framboði og eftirspurn“ á hálfleiðurum.