S&P 500 vísi­talan lækkaði um 0,1% í við­skiptum gær­dagsins en sam­kvæmt The Wall Street Journal var ekki mikið um að vera á hluta­bréfa­mörkuðum í gær þar sem fjár­festar bíða í of­væni eftir nýjum verð­bólgu­tölum.

Von er á verð­bólgu­tölum vestan­hafs um há­degis­bilið á ís­lenskum tíma en Jerome Powell seðla­banka­stjóri sagði í síðustu viku að bankinn væri „ekki langt“ frá því að lækka vexti.

Powell bætti þó við að hann vildi sjá skýrari merki um að 2% verð­bólgu­mark­mið bankans væri í augn­sýn áður en vextir yrðu lækkaðir.

The Wall Street Journal greinir frá því að markaðs­hreyfingar vestan­hafs bendi til þess að flestir fjár­festar séu að búast við fyrstu vaxta­lækkun í júní­mánuði.

Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, lækkaði um 0,4% í gær á meðan Dow Jones vísi­talan hækkaði um 0,1%.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára hækkaði og endaði daginn í 4,103%.