Fjár­festar hafa tapað milljörðum dollara á við­skiptum með bandarísk aura­bréf (penny stocks) eftir að grunur styrktist um kerfis­bundna markaðsmis­notkun, samkvæmt Financial Times.

Að­ferðin, sem á ensku er kölluð „pump and dump“, felur í sér að verð bréfa í litlum félögum er blásið upp með áróðri á sam­félags­miðlum áður en aðilar með eigin hags­muni selja sig út og skilja minni fjár­festa eftir með tjónið.

Sjö lítil kín­versk félög, öll skráð á Nas­daq, misstu á örfáum dögum yfir 80% af markaðsvirði sínu í júlí.

Þar á meðal voru Concor­de International, Ostin Technology og Phet­on Holdings. Sam­kvæmt greiningar­fyrir­tækinu Investor­Link hurfu sam­tals 3,7 milljarðar dollara af markaðsvirði félaganna í kjölfar skyndi­legs verð­falls.

Al­ríkislögreglan FBI greindi ný­lega frá því að til­kynningum um svik tengd slíkum við­skiptum hefði fjölgað um 300% á einu ári.

Fórnar­lömbin eru jafnt óreyndir fjár­festar sem reyndir markaðsaðilar sem hafa verið blekktir í lokaða What­sApp-hópa eða á sam­félags­miðla þar sem svikarar þykjast vera lög­mætir verðbréfa­miðlarar eða þekktir greiningaraðilar.

Investor­Link hefur ítrekað varað við óeðli­legum við­skiptum með örfáar bandarískar skráningar og hefur meðal annars bent á sam­hæfða kynningu á Reddit og What­sApp, þar sem not­endur frá Rúss­landi og Íran hafi komið að skipu­lagðri markaðsmis­notkun.

Í einu til­viki jókst virði lítils lyfjafélags um 60.000% á árinu áður en bréfin hrundu um rúm­lega 80%.

Þrátt fyrir þessar viðvaranir hafa bæði Nas­daq og verðbréfa­eftir­litið SEC hafnað beiðnum um skýringar.

Fjöldi kín­verskra nýskráninga í Bandaríkjunum á síðustu tveimur árum hefur gert markaðinn viðkvæmari fyrir mis­notkun og vakið spurningar um hvort eftir­lit­saðilar hafi brugðist hlut­verki sínu.