Vinnu­markaðurinn í Banda­ríkjunum var ó­venju sterkur í mars­mánuði en einka­aðilar bættu við sig 303 þúsund starfs­mönnum í mánuðinum sam­kvæmt gögnum frá vinnu­mála­ráðu­neytinu dag.

Hag­fræðingar og greiningar­aðilar höfðu spáð fyrir um 200 þúsund fleiri störf í mánuðinum.

Sam­hliða því lækkaði at­vinnu­leysi úr 3,9% í 3,8% sem svar sam­kvæmt The Wall Street Journal í sam­ræmi við væntingar.

Meðal­tíma­kaup hækkaði um 0,3% milli mánaða og hefur tíma­kaup í Banda­ríkjunum því hækkað um 4,1% á árs­grund­velli sem er minnsta hækkunin síðan í júní 2021.

Hluta­bréfa­markaðurinn tók ör­lítið við sér eftir að vinnu­markaðs­tölurnar voru birtar og þá hækkaði á­vöxtunar­krafa ríkis­bréfa.