Stór viðurkenningarhátíð verður á Hótel Reykjavík Grand þann 24. anúar næstkomandi þar sem Félag kvenna í atvinnulífinu fagnar 25 ára afmælisári sínu.

Við skipan dómnefndar Viðurkenningarhátíðar FKA verður leitast við einstaklinga sem hafa breiðastan bakgrunn í aldri, reynslu, búsetu og uppruna en dómnefndin velur konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Viðurkenningarhátíð FKA er opinn viðburður þar sem konur verða heiðraðar. Ásta S. Fjeldsted, Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir og Grace Achieng voru heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA árið 2023 og segist félagið hlakka til að sjá hverjar verða heiðraðar á Hótel Reykjavík Grand þann 24. janúar 2024.

Í dómnefnd fyrir Viðurkenningarhátíð FKA að þessu sinni eru:

Andrea Ýr Jónsdóttir / Formaður dómnefndar, ritari FKA, Hjúkrunarfræðingur, eigandi Heilsulausna & Scrubs.is

Bjarni Snæbjörnsson / Leikari og leiklistarkennari

Erik Figueras Torras / Forstjóri Mílu

Guðmundur Fertram Sigurjónsson / Forstjóri og stofnandi Kerecis

Guðrún Pétursdóttir / Prófessor Emerita

Margrét Jónsdóttir Njarðvík / Rektor Háskólans á Bifröst

Safa Jemai / Frumkvöðull og framkvæmdastjóri Víkonnekt