Þrátt fyrir að fjórtán af tuttugu félögum aðalmarkaðar Kauphallarinnar voru rauð og einungis tvö félög voru græn í viðskiptum dagsins þá hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,1%. Félögin tvö sem hækkuðu í dag eru Kvika, eða um 1,3%, og Marel um 0,6%.
Um fjórðungur af 6 milljarða veltu í Kauphöllinni var með hlutabréf Eimskips sem enduðu daginn í 492 krónum á hlut. Flutningafélagið birti uppgjör eftir lokun markaða í gær þar sem fram kom að félagið hafi hagnast um 3,1 milljarð á þriðja ársfjórðungi.
Icelandair lækkaði mest allra félaga á aðalmarkaðnum eða um 2,4%, þó í aðeins 48 milljóna viðskiptum. Flugfélagið Play lækkaði einnig um 2,3% í 94 milljóna viðskiptum á First-North markaðnum.