Alls var 25 brott­förum af­lýst frá Kefla­víkur­flug­velli í dag vegna vinnu­stöðvunar flug­um­ferða­stjóra sem hófst klukkan fjögur í nótt og lýkur klukkan 10.

Sam­kvæmt fjöl­miðlinumFF7 hefur vinnu­stöðvun flug­um­ferða­stjóra á þessum tíma nær ein­göngu á­hrif á ís­lensku flug­fé­lögin, Play og Icelandair.

Bæði flugfélöin hafa nýverið fært afkomuaspá sína niður fyrir árið vegna dræmrar bókunar­stöðuna í tengslum við jarð­hæringarnar á Reykja­nes­skaga

Með tæpa eina og hálfa milljón á mánuði

Af 25 flugum sem þurfti að af­lýsa í morgun voru einungis tvö á vegum er­lendra flug­fé­laga. Allar flug­ferðir er­lendra flug­fé­laga í ís­lenskri flug­helgi verða heldur ekki fyrir röskunum vegna vinnu­stöðvunarinnar.

Næsta vinnu­stöðvun flug­um­ferða­stjóra á fimmtu­daginn verður með sam­bæri­legum hætti, að­eins á FAXI að­flug­svæðinu.

Morgun­blaðið greindi frá því í morgun að sam­kvæmt gögnum frá Hag­stofu Ís­lands séu heildar­laun að meðal­tali við flug­um­sjón ríf­lega ein og hálf milljón króna á mánuði.

Neðri fjórðungs­mörk launa flug­um­ferðar­stjóra eru um ein milljón króna og efri um 1,7 milljón króna.

Á síðustu árum hefur meðal­tal launa hjá flug­um­ferðar­stjórum hækkað úr tæp­lega 940 þúsund í 1,4 milljón á mánuði.