Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er nýr stjórnarformaður Swedbank en hann var kjörinn í stjórn bankans á aukaaðalfundi í morgun. Rúv greinir frá. Persson er ætlað að reisa bankann við eftir að upp komst að þar voru stunduð umfangsmikil fjármálabrot.
Þau Bo Magnusson og Josefin Lindstrand voru einnig kjörin í stjórn bankans. Hlutverk nýrrar stjórnar er að finna næsta forstjóra bankans og kveðst Persson búast við því að slík ákvörðun liggi fyrir í haust.