Jón Dan Jóhannsson, fyrrverandi meðeigandi Ferro Zink, var með 377 milljónir í fjármagnstekjur í fyrra og ratar því á lista yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2024.

Jón Dan átti 30% hlut í Ferro Zink sem hann seldi til samvinnufélagsins KEA í fyrra. Hann hafði þá fylgt félaginu í yfir hálfa öld, fyrst sem starfsmaður og síðar framkvæmdastjóri og eigandi. Faðir hans og föðurbróðir stöfnuðu fyrirtækið árið 1960 en sjálfur varð Jón fyrst eigandi árið 1989.

Félagið greiddi 30 milljónir í arð í fyrra og miðað við eignarhlut Jóns má ætla að hann hafi fengið 12 milljónir í arð. Ef fjármagnstekjur Jóns eru að öðru leyti tilkomnar vegna sölunnar var virði Ferro Zink í viðskiptunum metið á rúmlega 1,2 milljarða króna. Ekki er þó útilokað að hluti fjármagnsteknanna sé tilkominn af öðrum ástæðum.

Ferro Zink hagnaðist um 72 milljónir króna í fyrra, samanborið við 124 milljónir árið áður. Rekstrartekjur námu 2,8 milljörðum og jukust lítillega milli ára. Eignir félagsins voru bókfærðar 1,7 milljarða í árslok 2024 og eigið fé nam 600 milljónum.

Listi yfir 150 tekjuhæstu Íslendinganna birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast listann í heild hér.

Listinn byggir á útreikningi samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Um er að ræða skattskyldar fjármagnstekjur þ.e. vaxta- og leigutekjur, arðgreiðslur, söluhagnað og eftir atvikum höfundarréttargreiðslur.