Hluta­bréfa­verð fjölmiðla - og fjar­skipta­félagsins Sýnar hækkaði um tæp 5% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengið 26,6 krónur.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í dag hafa stjórn­endur félagsins verið að kaupa bréf í kjölfar upp­gjörs í vikunni.

Fjár­festingarfélagið Info­Capi­tal ehf., sem er í 97% eigu Reynis Grétars­sonar, keypti hluta­bréf í Sýn fyrir 50,8 milljónir króna í gær. Alls keypti félagið 2 milljónir hluta á genginu 25,4 krónur á hlut.

Info­Capi­tal á eftir kaupin 12 milljónir hluta í Sýn, eða um 4,8% eignar­hlut sem er um 319 milljónir króna að markaðsvirði miðað við núverandi 26,6 króna markaðs­gengi hluta­bréfa Sýnar.

Her­dís Dröfn Fjeld­sted, for­stjóri Sýnar, keypti hluta­bréf í fjölmiðla- og fjar­skipta­fyrir­tækinu fyrir 10,2 milljónir króna í gær í gegnum félagið Krummi Kapi­tal ehf. sem hún á ásamt eigin­manni sínum Sævari Péturs­syni.

Alls keypti Her­dís 400 þúsund hluti á genginu 25,4 krónur á hlut.

Um er að ræða önnur kaup Her­dísar í Sýn frá því að hún tók við for­stjórastöðunni hjá fyrir­tækinu í janúar 2024. Sam­tals á hún 750 þúsund hluti í Sýn í dag sem eru um 18,2 milljónir króna að markaðsvirði miðað við dagsloka­gengi félagsins í gær.

Þess má geta að for­stjóra og fram­kvæmda­stjórn Sýnar var veittur kaupréttur í nóvember 2024, þar sem grunn­verðið var 30,46 krónur á hlut og hækkar ár­lega um 7,5%. Her­dísi var veittur kaupréttur að sam­tals 2.000.000 hlutum.


Hluta­bréfa­verð Brims og Síldar­vinnslunnar hækkuðu einnig í við­skiptum dagsins en sjávarút­vegs­félögin skiluðu árs­hluta­upp­gjörum eftir lokun markaða í gær.

Gengi Brims hækkaði um tæp 2% á meðan gengi Síldar­vinnslunnar hækkaði um rúmt 1%.

Hluta­bréfa­verð Ocu­lis lækkaði um rúm 4% í við­skiptum dagsins og fór gengi félagsins niður í 1.990 krónur eftir um 75 milljón króna við­skipti í dag.

Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 0,14% og var heildar­velta á markaði 2,3 milljarðar.