Fast­eigna­fé­lagið Reginn hagnaðist um 6,1 milljarð á fyrri árs­helmingi í saman­burði við 3,7 milljarða á tíma­bilinu í fyrra. Mun það vera 66% hagnaðar­aukning á milli ára.

Rekstrar­tekjur Regins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 6,7 milljörðum króna. Leigu­tekjur fé­lagsins hækka um 16,5% frá sama tíma­bili í fyrra. sem jafn­gildir um 7% raunaukningu.

„Nokkrar breytingar hafa orðið á eigna­safninu á milli ára sem hafa á­hrif á leigu­tekjur. Í kjöl­far straum­línu­lögunar eigna­safnsins hefur tekju­berandi fer­metrum og eignum fækkað á milli ára,“ segir í uppgjöri félagsins.

Þá segir Reginn að yfir­töku­til­boð Regins í Eik fast­eigna­fé­lag hf. sé enn í gildi og unnið sé að sam­þykkt þess. Sam­runa­skrá hefur verið skilað inn til Sam­keppnis­eftir­litsins og frestur hlut­hafa til að ganga að til­boðinu hefur verið fram­lengdur til 16. októ­ber.

Hluthafar Eik hlynntir yfirtöku

„Í fyrri til­kynningum hefur komið fram að meiri­hluti hlut­hafa Eikar hafi þegar lýst yfir stuðningi við á­formin á grund­velli markaðs­þreifinga. Í kjöl­farið hefur sam­tal átt sér stað við til­tekna hlut­hafa Eikar til að kynna á­formin nánar og hlusta eftir sjónar­miðum um þær stefnu­á­herslur sem Reginn hefur kynnt í tengslum við til­boðið. Þess er vænst að með ítar­legri kynningu á upp­gjöri Regins og nánari lýsingu á stefnu­á­herslum sam­einaðs fé­lags náist breið sátt um til­boðið meðal hlut­hafa Eikar,“ segir í upp­gjörinu.

EBITDA Regins nam 4,4 milljörðum króna og hækkar um 14% frá því í fyrra. Bók­færðar fjár­festinga­eignir voru 186 milljarðar eftir 10 milljarða króna já­kvæða mats­breytingu.

„Virði fjár­festingar­eigna fé­lagsins að frá­dregnum leigu­eignum er metið á 182.174 m. kr. Safnið saman­stendur nú af 101 fast­eign sem alls eru um 374 þúsund fer­metrar. Út­leigu­hlut­fall er um 97,5% miðað við þær tekjur sem 100% út­leiga gæfi. Heildar­mats­breyting tíma­bilsins nam 10.093 m.kr. Eigna­safn fé­lagsins hefur minnkað, bæði í fjölda eigna sem og fer­metrum sem nemur um 2%, á sama tíma og leigu­tekjur hækka um 16,5%” segir í upp­gjörinu.

Hand­bært fé frá rekstri nam 2,6 milljörðum króna og var hand­bært fé 3,6 milljarðar í lok tíma­bils.

Vaxta­berandi skuldir Regins eru 115,5 milljarðar króna í lok tíma­bils og hækkuðu um 6,4 ma. kr. frá ára­mótum. Skulda­hlut­fall var 63,4% og eigin­fjár­hlut­fall 30,7% í lok tíma­bils.

Hagnaður á hlut fyrir tíma­bilið nam 3,36 kr. en var 2,02 kr. á sama tíma í fyrra.

Tekjuspá hækkuð fyrir árið

„Reksturinn gengur vel og er yfir á­ætlun á fyrstu sex mánuðum ársins og við sjáum fram á að hann gangi á­fram vel á seinni helmingi ársins. Í ljósi þess er tekju­spá hækkuð fyrir árið í heild um 200 milljónir króna og jafn­framt er gert ráð fyrir 200 milljóna króna hærri EBITDA á árinu,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son for­stjóri Regins í upp­gjörinu.

„Það er mitt mat að sú fjár­festing sem átt hefur sér stað í lykil­kjörnum Regins sé að skila sér í sterku upp­gjöri. Þá er komið að vatna­skilum í um­breytingu fast­eigna­safns Regins eftir tíma­bil mikilla fjár­festinga sem fé­lagið upp­sker nú í formi aukinnar eftir­spurnar og raunaukningar leigu­tekna. Vaxandi um­svif í ferða­þjónustu höfðu já­kvæð á­hrif á rekstur fé­lagsins á fyrri helmingi ársins, góður gangur var í hag­kerfinu og van­skil í lág­marki. Þá er tekju­grunnur Regins afar sterkur en 45% af leigu­tekjum koma nú frá opin­berum aðilum og skráðum fyrir­tækjum sem felur í sér lága mót­aðila­á­hættu fyrir fé­lagið,“ segir Hall­dór Benja­mín.

skil­yrði um lág­marks sam­þykki hlut­hafa Eikar því hækkað í 75%.

„Nýir leigu­takar eru meðal annars Lands­virkjun en unnið er að stand­setningu og af­hendingu á 4.500 m2 skrif­stofu­rými í turninum Höfða­torgi fyrir höfuð­stöðvar fyrir­tækisins. Í kjöl­farið verður turninn í 100% út­leigu. Á­þekka sögu er að segja af Hafnar­torgi en leigu­tekjur af svæðinu hafa tvö­faldast frá sama tíma­bili í fyrra.

Við höfum á sama tíma haldið á­fram að straum­línu­laga eigna­safnið og það er á­nægju­legt að leigu­tekjur hækki um 16,5% á sama tíma og við fækkum fer­metrum í eigna­safninu um 2%.

Á­fram verður leitast við að ná fram frekari hag­ræðingu og auka slag­kraft fé­lagsins. Þann 4. júlí sam­þykkti hlut­hafa­fundur Regins mót­at­kvæða­laust heimild til stjórnar til hækkunar hluta­fjár til að efna upp­gjör á val­frjálsu yfir­töku­til­boði í Eik. Gildis­tími val­frjálsa yfir­töku­til­boðsins var til 18. septem­ber 2023. Reginn hefur þegar skilað inn sam­runa­skrá til Sam­keppnis­eftir­litsins og Fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands (FME) hefur sam­þykkt um­sókn Regins um fram­lengingu til­boðs­frests til kl. 13: 00 þann 16. októ­ber 2023. Stjórn Regins væntir þess að ljúka megi við­skiptunum innan þeirra tíma­marka.

Á hlut­hafa­fundi Regins var á­réttað að á­formin sem í til­boðinu felast byggjast á því að breið sam­staða náist um málið og var skil­yrði um lág­marks sam­þykki hlut­hafa Eikar því hækkað í 75%. Í fyrri til­kynningum hefur komið fram að meiri­hluti hlut­hafa Eikar hefur þegar lýst yfir stuðningi við á­formin á grund­velli markaðs­þreifinga. Í kjöl­farið hefur sam­tal átt sér stað við til­tekna hlut­hafa Eikar til að kynna á­formin nánar og hlusta eftir sjónar­miðum um þær stefnu­á­herslur sem Reginn hefur kynnt í tengslum við til­boðið. Við væntum þess að með ítar­legri kynningu á upp­gjöri Regins og nánari stefnu­á­herslum sam­einaðs fé­lags náist breið sátt um til­boðið meðal hlut­hafa Eikar,“ segir Hall­dór Benja­mín.