Þrátt fyrir að fyrirtæki hafi óáreitt selt neytendum hér á landi áfengi í gegnum vefverslanir um nokkurra ára skeið ríkir sem fyrr óvissa um hvort salan brjóti gegn einkarétti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til smásölu áfengis sem kveðið er á um í áfengislögum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur ekki farið í grafgötur með vilja sinn til að heimila einkaaðilum að stunda smásölu áfengis á netinu en hefur þrátt fyrir það ekki boðað frumvarp sem myndi heimila slík viðskipti. Í svari Þorbjargar Sigríðar við könnun sem Viðskiptablaðið framkvæmdi fyrir tæpu ári síðan um afstöðu þingmanna, sem þá sátu á þingi, til netsölu áfengis kom fram að hún væri hlynnt smásölu á netinu og sé þar af leiðandi ekki hlynnt einkasölu ÁTVR.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði