Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,27% júní og júlí, samanborið við 0,45% hækkun í júní. Árshækkun vísitölunnar mælist nú 4,2%, samanborið við 4,7% í síðasta mánuði, og hefur ekki verið minni síðan í ársbyrjun 2024.
„Áfram hægist því á raunverðshækkun íbúðaverðs sem er þó enn jákvæð og mælist nú 0,18 prósent samanborið við 0,52 prósent í júní og 1,87 prósent í maí,“ segir í frétt á vef HMS en verðbólga mælist nú 4,0%.
HMS gefur út fjórar undirvísitölur yfir verð á fjölbýli og sérbýli á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar.
Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% milli mánaða og hefur nú hækkað um 3,4% á síðustu tólf mánuðum. Í júlí lækkaði sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 0,5% milli mánaða og hefur nú hækkað um 4,4% á síðustu tólf mánuðum.
Undirvísitala yfir fjölbýli á landsbyggðinni lækkaði um 0,3% milli mánaða og hefur nú hækkað um 2,0% á síðustu tólf mánuðum. Sérbýli á landsbyggðinni hækkaði um 1,5% á milli mánaða og hefur nú hækkað um 6,0% síðasta árið.