IKEA á Ís­landi hefur á­kveðið frá og með deginum í dag að lækka vöru­verð á sex þúsund vörum. Engar vörur hækka í verði á móti en lækkunin er fram­hald á þróun sem hófst fyrir ára­mótin.

Sam­kvæmt til­kynningu frá IKEA eru verð­lækkanirnar kynntar í verslun og á vef sem Nýtt lægra verð, enda er verð­lækkunin ekki tíma­bundið til­boð.

Um er að ræða um 6% lækkun að meðal­tali og festir IKEA vöru­verð til árs­loka 2024.

„Ný­legir samningar við birgja um lægra inn­kaups­verð gera okkur nú kleift að lækka verð. Á sama tíma tökum við á­kvörðun um að festa verð til árs­loka og gilda þessar breytingar nú frá 1. febrúar,“ segir Stefán Dags­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA.

„Að­stæður hafa skapast í okkar rekstri til að lækka verð aftur eftir um­tals­verðar á­skoranir síðustu ára. Erfið­leikar í að­fanga­keðjunni hafa jafnað sig að mestu leyti, hrá­efnis­verð hefur farið lækkandi og tekist hefur að hag­ræða í fram­leiðslu. Það er virki­lega á­nægju­legt að hafa svig­rúm til að leggja okkar af mörkum í bar­áttunni við verð­bólguna. Með þessu viljum við leggja okkar lóð á vogar­skálarnar við að greiða fyrir því að SA og verka­lýðs­hreyfingin klári skyn­sam­lega samninga sem allra fyrst,“ segir Stefán.