Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins, seldi Fosshótel Heklu á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu hótelfélagsins. Íslandshótel keyptu Hótel Heklu árið 2015.
Kaupandi er Norverk ehf. sem er í 62,5% eigu Laxamýri ehf. sem er einnig eigandi Exeterhouse, rekstraraðila Exeter hótels á Tryggvagötu, 20% eigu BLUE fjárfestinga ehf. og 17,5% eigu Beta orionis ehf.
Fosshótel Hekla hefur verið lokað frá árinu 2020. Hótelið inniheldur 42 herbergi og er tæpir 1.900 fermetrar að stærð.
Kaupverð var 490 milljónir króna samkvæmt kaupsamningi. Íslandshótel bókfærður hótelið á 658 milljónir króna í árslok 2023, samkvæmt fjárfestakynningu sem félagið birti í maí 2024.
Íslandshótel reka í dag 17 hótel með tæplega 2.000 herbergjum. Þar af eru þrjú á Suðurlandi; Fosshótel Vatnajökull, Fosshótel Jökulsárlón og Fosshótel Núpar.