Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík hagnaðist um 87 milljónir króna í fyrra en árið áður, sem litaðist af Covid, tapaði félagið 85 milljónum. Tekjur námu 345 milljónum og sneru aftur á svipaðar slóðir og fyrir faraldurinn en árið 2020 námu tekjur 157 milljónum.

Samanlögð afkoma áranna 2018 og 2019 nam tæplega 1,2 milljónum en stórbætt afkoma 2021 skýrist af lækkun rekstrargjalda. Árið 2021 námu gjöldin 253 milljónum en árið 2019 námu þau 372 milljónum.

Eignir félagsins námu 392 milljónum króna í lok síðasta árs og eigið fé var um 187 milljónir.