Lögmannsstofan Szecskay Attorneys at Law, ein stærsta innlenda lögmannsstofa Ungverjalands, hefur gert samstarfssamning við Jónsbók. Með samstarfinu mun Szecskay Attorneys at Law nýta tækni Jónsbókar við störf sín og veita endurgjöf til að aðlaga lausnina betur að ungverskum markaði.

„Með þessu samstarfi er Jónsbók því að stíga öflugt skref inn á ungverskan markað,“ segir í fréttatilkynningu Jónsbókar.

Tilgangur lausnar Jónsbókar er að n‎ýta gervigreind til að auka gæði og flýta fyrir tímafrekri vinnu svo sem réttarheimildaleit og gerð fyrstu draga að skjölum.

„Við erum ánægð að Szecskay Attorneys at Law, leiðandi stofa með rík alþjóðleg tengsl sem nýtur virðingar fyrir yfirgripsmikla þjónustu sína og trausta stöðu í Ungverjalandi skuli sýna okkur þetta mikla traust,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, meðstofnandi Jónsbókar.

„Við erum einnig spennt því með þessu samstarfi stígur Jónsbók fyrstu skref út fyrir landssteinanna. Við hjá Jónsbók höfum alltaf lagt áherslu á ánægju viðskiptavina okkar og hyggjumst gera hið sama í þessu samstarfi.“

Sam Baldwin, einn eigenda Szecskay Attorneys at Law í Búdapest, segist spenntur fyrir samstarfinu og hvaða áhrif gervigreindarlaun Jónsbókar hafi á dagleg störf lögmanna stofunnar.