Karl Hrannar Sigurðsson og Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir hafa gengið til liðs við Land lögmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Bæði luku þau grunn- og meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík og sinntu eftir það starfi hjá Dattaca Labs Iceland ehf. sem ráðgjafar á sviði persónuverndarmála.

Karl Hrannar starfaði þar sem yfirlögfræðingur og Vigdís Sigríður sem lögfræðingur. Þau hafa bæði sérþekkingu á sviði persónuverndar og munu áfram sinna þeim málaflokki hjá Land lögmönnum ásamt því að veita almenna lögfræðiráðgjöf.