Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, sem hefur verið hluthafi í Slippnum á Akureyri frá 2005, hefur selt eftirstandandi 12% hlut sinn í Slippnum.
Kaupandi eignarhlutarins er dótturfélag Kaldbaks sem hefur átt ráðandi hlut í Slippnum um nokkurt skeið en Kaldbakur er fjárfestingarfélag Samherja.
Að því er segir í tilkynningu frá KEA segir að salan sé hluti af áherslum KEA að fækka verkefnum en um leið stækka þau verkefni sem félagið heldur á hverju sinni. Það sem af er ári hefur KEA meðal annars eignast Ferro Zink hf. að fullu og selt félag um 5% hlut í Samkaupum.
KEA er í dag fjárfestingarfélag sem veitir eigendum sínum ávinning í formi betri viðskiptakjara og ávöxtunar eigna fyrirtækisins með fjárfestingum sem nýtast til að efla atvinnulíf og samfélag á starfssvæði fyrirtækisins.
Í lok ársins 2022 voru félagsmenn í KEA svf. 22.639 talsins en hagnaður félagsins það ár nam 564 milljónum króna. Árið áður nam hagnaður 615 milljónum.