Hugbúnaðarfyrirtækið InfoMentor, sem rekur og þróar hugbúnað og tæknilausnir fyrir leik- og grunnskóla, hagnaðist um 1,9 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 4,2 milljónum króna.
Tekjur námu 240 milljónum króna og jukust um rúm 50% milli ára, þar sem tekjur námu 157 milljónum árið 2023. Félagið greiddi 120 milljónir króna í laun og launatengd gjöld, sem er tvöfalt meira en árið áður. Ársverkum fjölgaði um 4 milli ára og voru þau 8 árið 2024.
Í september 2024 var gengið frá samkomulagi milli InfoMentor og Advania um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni Innu og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Samkvæmt ársreikningi nam fjárfesting félagsins vegna þessa 268 milljónum króna en hlutafé félagsins var aukið um 250 milljónir í fyrra.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.