Hlutabréf kóðunarsíðunnar GitLab Inc voru tekin til viðskipta á hlutabréfamarkaði vestanhafs í gær. Óhætt er að segja að frumraunin hafi farið vel af stað því skömmu eftir opnun markaða hafði gengi bréfa félagsins hækkað 22% yfir útboðsgengi. Reuters greinir frá .
Útboðsgengi GitLab var 77 dalir á hlut en eftir fyrrnefnda hækkun var gengi bréfa félagsins komið upp í ríflega 94 dali á hlut. Í kjölfar þessa hækkaði markaðsvirði félagsins upp í 13,5 milljarða dala.