Sjónvarpsmaðurinn Chris Cuomo hefur krafið CNN um 16 milljarða króna í bætur þar sem sjónvarpsstöðin hafi sagt honum ólöglega upp störfum.
Chris Cuomo var sagt upp í desember eftir að í ljós kom að hann hafi aðstoðað bróður sinn, Andrew Cuomo ríkisstjóra í New York, eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði ríkisstjórann um kynferðislega áreitni.
Í greinargerð lögmanns Chris Cumo er fullyrt að hann hafi veitt bróður sínum ráðgjöf og aðstoð með fullri vitund og samþykki stjórnenda CNN, sem sjálfir hafi hjálpað ríkisstjóranum, bæði í gegnum Chris og persónulega.
Andrew Cuomo sagði af sér sem ríkisstjóri í ágúst en rannsókn CNN beindist að því hvort Chris Cumo hafi brotið gegn siðareglum sem blaðamaður með því að aðstoða bróður sinn. Í kjölfarið var Chris sagt up stöfum.
Lögmaður Chris bendir á að í upphafi Covid faraldursins þegar stjarna Andrew skein skært vegna viðbragða hans við faraldrinum hafi hann verið reglulegur gestur í sjónvarpsþætti bróður síns,Cuomo Prime Time, sem hafi augljóslega verið með blessun stjórnenda CNN.