Christine Lagar­de, for­seti Seðla­banka Evrópu (ECB), varar við því að efna­hags­vöxtur Evrópu­sam­bandsins muni lamast ef stjórn­völd loka dyrunum fyrir inn­flytj­endum á meðan pólitísk and­staða við fólks­flutninga vex.

Á árs­fundi bandaríska seðla­bankans í Wyoming um helgina sagði Lagar­de að er­lendir starfs­menn hefðu gegnt lykil­hlut­verki í að halda uppi bæði hag­vexti og at­vinnu í kjölfar heims­far­aldursins, þrátt fyrir orku­kreppu, verðbólgu­skot og hækkandi vexti. Politico greinir frá.

Hún benti á að at­vinnuþátt­taka í evru­svæðinu hafi aukist um 4,1 pró­sent frá lokum árs 2021 til miðs árs 2025 og nær helmingur þeirrar aukningar hafi komið frá er­lendu vinnu­afli.

„Þó að er­lendir starfs­menn hafi aðeins verið um níu pró­sent af vinnu­aflinu árið 2022 þá stóðu þeir undir helmingi allrar at­vinnu­aukningar síðustu þrjú ár,“ sagði hún. „Án þeirra hefði vinnu­markaðurinn verið þrengri og fram­leiðsla minni.“

Þýska­land og Spánn eru háð inn­flytj­endum

Lagar­de nefndi sér­stak­lega Þýska­land og Spán þar sem áhrifin eru mest áberandi. Hún sagði að þýskur hag­vöxtur væri um sex pró­sentum minni án er­lends vinnu­afls, en efna­hags­bati Spánar eftir heims­far­aldurinn væri einnig að stórum hluta þeim að þakka.

Inn­flytj­endur hafi bætt upp minnkandi fæðingar­tíðni og styttri vinnutíma Evrópu­búa, sem annars hefðu dregið úr fram­leiðslu­getu og aukið verðbólguþrýsting.

Lagar­de viður­kenndi hins vegar að stjórn­mála­legur þrýstingur á hertar reglur væri að aukast víða í Evrópu þar sem hægri- og þjóðernis­sinnuð öfl styrkja stöðu sína.

Nettó­inn­flytj­endur hafi átt þátt í meti í íbúa­fjölda ESB, 450 milljónir manns, á síðasta ári.

„Fólks­flutningar geta í grund­vallar­at­riðum létt á vinnu­afls­skorti þegar inn­fæddir eldast,“ sagði hún. „En pólitískur þrýstingur gæti smám saman tak­markað að­streymi.“

Lagar­de varaði því við að ekki mætti treysta á að vinnu­markaðurinn yrði áfram jafn sterkur og síðustu ár ef lýðfræði­legur sam­dráttur, pólitísk and­staða og breytt viðhorf til vinnu halda áfram að móta þróunina.