Landsbankinn hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum inn- og útlána sem taka gildi á morgun, 1. maí.

Meðal helstu breytinga er að fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða lækka um 0,20 prósentustig. Þá hækka breytilegir vextir á verðtryggðum lánum um 0,25 prósentustig.

Bankinn tilkynnti einnig um að fastir vextir á óverðtryggðum bílalánum og -samningum til 36 mánaða lækka um 0,20 prósentustig. Kjörvextir á verðtryggðum lánum hækka um 0,25 prósentustig.

Hvað varðar innlánsreikninga þá hækka breytilegir vextir á verðtryggðum innlánareikningum hækka um 0,25 prósentustig. Aftur móti lækka breytilegir vextir á óverðtryggðum innlánareikningum um 0,10 prósentustig.