Þrjú stærstu matsfyrirtækin, S&P Global Ratings, Moddy‘s Investors Service og Fitch Ratings, hafa öll lækkað lánshæfimat JetBlue Airways. Að sögn WSJ býst S&P við erfiðu rekstrarumhverfi hjá flugfélaginu næstu tvö árin.
Moody‘s heldur því fram að það muni taka flugfélagið nokkur ár að ná sér aftur á strik og bæta rekstrarhagnað.
Hlutabréf JetBlue lækkuðu þá um 13% í framvirkum viðskiptum niður í 5,28 dali á hvern hlut. S&P lækkaði lánshæfimat JetBlue úr B niður í B- og benti jafnframt á 2,75 milljarða dala skuld félagsins.
Miðað við lausafjárstöðu JetBlue þá búast bæði Moody‘s og S&P við stöðugum horfum fyrir flugfélagið til ársins 2025.