Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,0% í nóvember. Vísitalan hefur hækkað um 3,5% síðustu þrjá mánuðina og 9,4% á undanförnum 12 mánuðum en almenn verðbólga mældist 9,3% í nóvember. HMS birtir nýjar tölur í dag.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3% í nóvember, samkvæmt tölum sem HMS birti í gær, en lækkunin skýrist aðallega af sérbýli. Íbúðaverð hefur engu að síður hækkað um meira en 20% á síðustu tólf mánuðum.

Íbúðaverð hefur hækkað meira en leiguverð á ársgrundvelli frá því í febrúar 2020.