Ráðgjafarfyrirtækið Góð samskipti, sem er í eigu almannatengilsins Andrésar Jónssonar, hefur birt lista yfir 40 efnilega stjórnendur í viðskiptalífinu árið 2022 sem eru 40 ára og yngri. Þetta er í annað sinn sem félagið birtir slíkan lista, en markmið fyrirtækisins er að gefa hann út á tveggja ára fresti. Listann frá árunum 2018 og 2020 má nálgast hér og hér .
Einungis er valið fólk á listann sem hefur ekki verið á honum áður. Listinn er valinn eftir nokkur hundruð ábendingar um nöfn sem fengnar eru frá breiðum hópi fólks í atvinnulífinu, að því er kemur fram í færslu á Medium síðu Góðra samskipta þar sem listinn er birtur í heild sinni.
Kynjaskipting listans yfir efnilega stjórnendur er hníjöfn, 20 konur og 20 karlmenn. Stjórnendurnir starfa innan margra mismunandi geira og fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Vonarstjörnulistinn, sem tekur fyrir 20 efnilega einstaklinga í atvinnulífinu, birtist eftir hádegi í dag.