Sam­kvæmt fjár­mála­stöðug­leika­skýrslu Seðla­banka Ís­lands benda fram­virkir vaxta­ferlar á skulda­bréfa­mörkuðum til þess að markaðs­aðilar eigi von á því að megin­vextir muni lækka á öðrum árs­fjórðungi.

Mun það vera í sam­ræmi við könnun Seðla­bankans meðal markaðs­aðila í janúar. Fjár­mála­leg skil­yrði, bæði hér á landi og er­lendis, fara að því leyti batnandi, segir í skýrslunni.

„Fram­virkir vaxta­ferlar á skulda­bréfa­mörkuðum benda til þess að markaðs­aðilar telji að seðla­banka­vextir í helstu iðn­ríkjum hafi náð há­marki og að vextir taki að lækka á fyrri hluta þessa árs. Birtist aukin bjart­sýni meðal annars í lækkandi á­vöxtunar­kröfu ríkis­skulda­bréfa,“ segir í fjár­mála­stöðug­leika.

Í Evrópu hefur beitingu þjóð­hags­var­úðar­tækja verið frekar í þá átt að slaka á kröfum en herða. Krafa um sveiflu­jöfnunar­auka hefur þó verið hækkuð í Belgíu, Lett­landi og Slóveníu og nokkur ríki hafa inn­leitt sér­tækan kerfis­á­hættu­auka, segir í skýrslunni.

Á móti hafa stjórn­völd í nokkrum ríkjum létt á lán­þega­skil­yrðum, til dæmis í Eist­landi, Tékk­landi og Portúgal.

„Eru þessar á­kvarðanir yfir­leitt rök­studdar með því að veru­lega sé að hægja á markaði með í­búðar- og at­vinnu­hús­næði.“