Helstu hluta­bréfa­vísi­tölur vestan­hafs hækkuðu í við­skiptum gær­dagsins eftir tölu­verða dýfu deginum áður er Seðla­bankinn greindi frá því vaxta­lækkanir kæmu lík­legast ekki jafn snemma og fjár­festar væru að vonast eftir.

S&P 500 vísi­talan hækkaði um 1,2% á meðan Dow Jones vísi­talan hækkaði um 370 punkta eða 1% eftir miklar lækkanir á mið­viku­daginn. Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, hækkaði um 1,3%.

Á mið­viku­daginn greindi peninga­stefnu­nefnda seðla­bankans frá því að það komi til greina að lækka vexti á næstu mánuðum þegar bankinn er full­viss um að verð­bólgu­hætta hafi minnkað.

Mikill sölu­þrýstingur myndaðist á hluta­bréfa­markaði á mið­viku­daginn en tölu­vert meiri já­kvæðni var í fjár­festum í gær

Sam­kvæmt The Wall Street Journal voru fjár­festar sann­færðir í byrjun vikunnar að fyrsta vaxta­lækkun kæmi í mars­mánuði en sú von er ekki jafn sterk í dag.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa til tíu ára féll í gær úr 3,965% í 3,862% í gær.