1,2 milljónir króna voru til skiptanna í þrotabúi Grágæsar ehf. en félagið rak um skeið veitingastaðinn 101 Restaurant og bar á 101 Hótel. Kröfur í þrotabúið námu alls 59,4 milljónum en ekkert fékkst upp í almennar og eftirstæðar kröfur.
Félagið var tekið til þrotaskipta í apríl 2019. Af síðasta ársreikningi félagsins, sem er fyrir rekstrarárið 2017, má ráða að staðan hafi verið afar bágborin.
Tekjur það ár námu 290 milljónum en gjöld aftur á móti 311 milljónum. Endanlegt tap að teknu tilliti til skatta nam 34,6 milljónum.
Eignir voru metnar á 91,4 milljónir en skuldri 147 milljónir. Þar af voru skammtímaskuldir 80,5 milljónir en veltufjármunir námu aðeins 30,5 milljónum. Eigið fé var neikvætt um 55,8 milljónir og því fór sem fór.