Haustráðstefna stjórnunarfélagsins Stjórnvísi var haldin í beinni útsendingu frá Nauthól á dögunum.
Þema ráðstefnunnar var „Ár aðlögunar - Aðlögun eða andlát“. Ráðstefnustjóri var Þóranna K. Jónsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Fyrirlesarar voru:
- Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.
- Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga Landspítala.
- Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.
- Darri Atlason, Head Of Business Development at Lucinity.
- Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Þóranna K. Jónsdóttir er markaðs- og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Ólafur Baldursson er framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítala
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Darri Atlason er viðskiptaþróunarstjóri Lucinity
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Hjálmar Gíslason er framkvæmdastjóri Grid
© Aðsend mynd (AÐSEND)
- Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Ráðstefnugestir sem horfðu á streymið frá ráðstefnunni voru spurðir hvort þeir væru sammála því að aðlögunarhæfni væri einn mikilvægasti eiginleiki einstaklinga í dag.
Niðurstaðan var afgerandi en 86% stjórnenda og sérfræðinga sem tóku þátt sögðust vera sammála og 14% sammála því að aðlögunarhæfni væri einn mikilvægasti eiginleiki einstaklinga í dag.
„Eitt af fyrstu verkefnum stjórnar hvers árs er að ákveða þema ársins sem við viljum hafa að leiðarljósi. Við höfðum lista af mörgum hugmyndum en um leið og „aðlögun“ var komið á blað þá var ekki aftur snúið. Við þurfum öll að aðlagast og það er ekkert grín ef við gerum það ekki,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi.
„Einstaklingar og vinnustaðir þurfa að halda í við markaðinn, endurmennta sig, efla sveigjanleika í rekstri og þróast til að vera samkeppnishæf og hreinlega halda velli í kófinu. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja eru sammála um að aðlögunarhæfni sé einn mikilvægasti eiginleiki einstaklinga í dag.“