Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stóð á dögunum fyrir opnum fundi um stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi. Þar var svarað spurningum líkt og: Hvað þarf til að jafna stöðuna? Eru engin smitáhrif af lögum sem sett voru á stjórnir fyrirtækja sem eiga að tryggja jafnan hlut karla og kvenna? Er raunhæft að setja kynjakvóta á framkvæmdastjórnir?
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Fundargestir urðu ekki einungis fróðleiksfúsari af veru sinni á fundinum, heldur skemmtu þeir sér sömuleiðis konunglega.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Eliza Reid forsetafrú lögðu kirfilega við hlustir.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild, kynnti niðurstöður rannsóknar sem ber heitið: Er skortur á framboði eða er engin eftirspurn eftir konum í æðstu stjórnunarstöður?
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, sátu fyrir svörum í panelumræðu.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)
Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, stýrði fundinum af sinni alkunnu snilld.