Atvinnuauglýsing þar sem óskað er eftir sérfræðing í gervigreind hjá bandarísku streymisveitunni Netflix hefur fallið í grýttan jarðveg meðal leikara og handritshöfunda. Nýja staðan myndi borga allt að 900 þúsund Bandaríkjadali á ári og yrði staðan hluti reikniritateymi Netflix.

Stéttarfélög í Hollywood hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur, meðal annars vegna innleiðingu á gervigreind og áhrifin sem hún mun hafa á skemmtanaiðnaðinn.

Auglýsingin er ein af mörgum sem Netflix hefur birt þar sem óskað er eftir sérfræðingum með reynslu í ML (e. machine learning) og gervigreind. Það er hins vegar ekki ljóst hvað Netflix myndi vilja nýta stöðuna sjálfa í en starfslýsingin virðist benda til þess að starfsmaðurinn myndi meta fjárþörf mismunandi verkefna.

„Það er kerfisbundið verið að ýta okkur úr vinnunni okkar með viðskiptamódeli sem var troðið upp á okkur og það hefur skapað mikið af vandamálum fyrir alla í iðnaðinum,“ segir leikkonan Fran Drescher.

Netflix hefur ekki viljað tjá sig um málið en hefur áður sagt að gervigreind muni ekki koma í staðinn fyrir það skapandi ferli sem iðnaðurinn hefur reitt sig á í gegnum tíðina.

Leikarinn Rob Delaney hefur hins vegar bent á að 900 þúsund dala upphæðin sem Netflix mun greiða fyrir auglýstu stöðuna gæti verið meðal annars verið notuð til að greiða 35 leikurum og fjölskyldum þeirra.