Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti fyrir skemmstu ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum þar í landi í óbreyttum á bilinu 5,25-5,5%.
Flestir nefndarmenn gera þó ráð fyrir að seðlabankinn muni lækka stýrivexti í þrígang í ár, að því er kemur fram í frétt Wall Street Journal. Það samræmist þeim sviðsmyndum sem gefnar voru út í desember síðastliðnum.
Fjöldi nefndarmanna sem telja að stýrivextir bankans verði á bilinu 4,5-4,75% í lok árs, sem jafngildir þremur 25 punkta lækkunum í ár, fer fjölgandi samkvæmt frétt Financial Times.
Í umfjöllun FT segir að yfirlýsing peningastefnunefndar hafi verið að mestu óbreytt frá síðustu vaxtaákvörðun bankans í janúar. Nefndin minntist þó að þessu sinni á vinnumarkaðurinn væri áfram sterkur og atvinnuleysi væri enn lágt.
Hlutabréf hækkuðu og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa lækkaði eftir að yfirlýsing peningastefnunefndar var birt.