Matvælaverðbólga hefur verið hærri en almenn verðbólga á Vesturlöndum að undanförnu.

Þannig mælist tólf mánaða matvælaverðbólga á evrusvæðinu 13,7% á meðan almenn verðbólga mælist 6,1%. Þá er 18,3% matvælaverðbólga í Bretlandi á sama tíma og verðbólgan mælist 8,7%.

Ísland sker sig nokkuð út í þessum efnum, í samanburði við helstu viðskiptalönd, en talsvert minni munur er á matvælaverðbólgu og almennri verðbólgu á Íslandi. Mældist matvælaverðbólgan 12,3% í maí á sama tíma og verðbólga mældist 9,5%.

Þórður Gunnarsson hagfræðingur segir orkukreppuna í Evrópu hafi leitt til matvælakreppu sem leiddi til þess að matvælaverð hækkaði langt umfram almennt verðlag. Ólíkt öllum öðrum löndum í Evrópu hafi raforkuverð á Íslandi hins vegar ekkert hækkað á sama tíma, og því fylgdi matvælaverð ekki sömu þróun hérlendis og erlendis, allavega til að byrja með.

„Aftur á móti er verðbólgan hér heima einkum drifin áfram af þenslu á vinnumarkaði, en laun hér hafa hækkað langt umfram öll önnur vestræn ríki undanfarin ár.“

Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast veffréttaútgáfu kl. 19.30 í kvöld með því að smella á Blöðin efst á forsíðu vb.is