Bensínstöðvar Olís hafa verið í mikilli þróun undanfarin misseri og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að bjóða upp á ýmsar nýjungar til viðskiptavina. Ein af þeim nýjungum sem hafa litið dagsins ljós eru bílaþvottastöðvar sem bera heitið Glans.
Fyrsta Glans-stöðin opnaði í vor við Langatanga í Mosfellsbæ og var seinni stöðin svo opnuð með pompi og prakt á Selfossi í júlí. Samkvæmt áætlun verða fimm Glans-stöðvar opnaðar fyrir áramót.
Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segir að bílaþvottastöðvarnar séu hluti af áætlun fyrirtækisins um að þróa starfsemina enn frekar með því að nýta staðsetningar Olís á sem bestan hátt.
„Við munum fagna 100 ára afmæli okkar eftir tæp tvö ár og ef við ætlum að vera partur af framtíðinni þá þurfum við að breytast. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að þróast með því að breyta og bæta vöru- og þjónustuframboð okkar því við ætlum okkur líka að verða 150 ára.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.