Sérfræðingar hafa varað við því að árásir á flutningaskip við Rauðahaf gætu haft áhrif á verð á olíu og öðrum vörum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar hætt við að sigla í gegnum hafið til að forðast árásir frá jemenskum skæruliðum.
Meðal þeirra fyrirtækja er næststærsta skipaflutningafélag heims, Maersk, sem tilkynnti að skip þeirra verði frekar send í kringum Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku.
Bandaríkin hafa nú þegar sent sjóher sinn til að vernda skip á siglingu og Rauðahafið. Aðgerðin kallast Operation Prosperity Guardian og er meðal annars studd af Bretum, Kanadamönnum, Frökkum, Norðmönnum og Spánverjum.
Lloyd-Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fundaði með ráðherrum frá meira en 40 löndum í dag þar sem hann hvatti fleiri þjóðir til að leggja sitt af mörkum. „Þessar árásir frá Houthi-skæruliðum eru alvarlegt alþjóðlegt vandamál og þær krefjast eindreginna alþjóðlegra viðbragða.“
Olíurisinn BP tilkynnti í gær að það myndi gera tímabundið hlé á öllum hráolíuflutningum um Rauðahafið. Shell hefur hins vegar ekki tjáð sig um málið né tilkynnt um eigin áform.
Í augnablikinu hafa breytingar á olíuverði verið litlar. Heimsverð hækkaði um 1% í gær og hefur tunnuverðið haldist í 78 dölum. Ótti er hins vegar að hækkanir á hráolíuverði sökum þessara breytinga muni skila sér til neytenda.
Richard Meade, aðalritstjóri siglingablaðsins Lloyd‘s List, segir að það væri mjög áhugavert ef skipin halda áfram að breyta leið sinni. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir alþjóðlegu áfangakeðjuna. Rúmlega 12% af öllum vörum heimsins fara í gegnum Rauðahafið, sem samsvarar 1 billjón dala viðskiptum á hverju ári.“