Jóhannes Þorsteinsson hefur verið ráðinn yfirmaður í fjárstýringu (e. Treasurer) hjá T-Mobile í Bandaríkjunum og heyrir hann beint undir fjármálastjóra félagsins. Jóhannes starfaði áður hjá Deutsche Bank í New York sem framkvæmdastjóri.

Jóhannes er með B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. M.Sc. gráðu í sama fagi frá University of Maryland og MBA gráðu frá University of Maryland.

T-Mobile er með um 52 þúsund starfsmenn en tekjur félagsins námu um 45 milljörðum Bandaríkjadala, um 6 billjónir íslenskar króna, árið 2019. T-Mobile er tiltölulega nýbúið að kaupa Sprint og er núna orðið nánast jafn stórt og AT&T og Verizon. Markaðsvirði T-Mobile er um 125 milljarðar dollara. Félagið var stofnað 1990.