*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 13. september 2010 10:17

Róbert Wessman svarar Björgólfi Thor "Ég var kominn með alveg upp í kok"

Gísli Freyr Valdórsson

Mikið hefur verið fjallað um starfslok Róberts Wessman hjá Actavis sumarið 2008 eftir að Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Actavis, lýsti því yfir nýlega að Róbert hefði verið látinn fara frá félaginu.

Þessu mótmælti Róbert og undir lok ágúst birti hann starfslokasamning sinn við Actavis opinberlega. Þar kemur fram að Róbert fékk greitt í sex mánuði eftir starfslok auk þess sem hann var beðinn um vera til ráðgjafar og aðstoðar á sama tíma.

Það kemur hik á Róbert þegar hann er spurður hvernig honum hafi orðið við þegar sú skoðun Björgólfs Thors um að hann hafi verið rekinn frá Actavis varð opinber. Án þess að svara því beint vísar Róbert í fyrrnefnda tilkynningu sem hann sendi út í ágúst auk þess sem hann vitnar í starfslokasamning sinn sem beri þess ekki merki að vera samningur við mann sem búið er að reka.

„Starfslokin voru að mínu frumkvæði og fullt samkomulag var um brotthvarf mitt frá félaginu. Það kom því á óvart að sjá hvernig Björgólfur Thor kýs að matreiða þetta mál nú tveimur árum síðar. Það var alveg ljóst undir lokin að það var gagnkvæmur vilji okkar beggja að hætta að vinna saman. Þetta byrjaði þannig að ég kaus að hætta að vinna með honum en var þarna samt í eitt ár áfram. Síðan þróuðust mál með þeim hætti að ég var kominn með alveg upp í kok þegar ég hætti, ég ætla ekkert að leyna því,“ segir Róbert.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu þar sem Róbert tjáir sig um starfslok sín hjá Actavis. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.