Rut Hrafns Elvarsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners. Rut útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún er með viðbótarnám í sáttamiðlun og sérhæfir sig í barnarétti. Hún mun sinna þessum málaflokkum í störfum sínum fyrir lögmannsstofuna.
Rut starfaði áður hjá Barnaverndarstofu þar sem hún greindi dóma í barnaverndarmálum. Þá starfaði hún sem laganemi hjá Félagsmálaráðuneytinu þar sem hún vann meðal annars við skrif á skýrslu Íslands um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Rut er ýmislegt til lista lagt. Hún hefur m.a. þjálfað fótboltalið og farið á tvær hvalavertíðir auk þess að ljúka grunnnámi í spænsku við málaskóla í Cartagena.