Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tilkynnti 7,7% hækkun í dag á þriðja ársfjórðungi en mikil eftirspurn hefur verið á stórum bensínknúnum pallbílum fyrirtækisins samhliða aukinni sölu á tvinnbílum.

Ford segir að sala tvinnbíla sinna hafi aukist um 41,4% á þriðja ársfjórungi þessa árs. Sala Maverick-pallbíla fyrirtækisins og Ford Escape hefur einnig verið mjög mikil.

Sala rafbíla hefur hins vegar ekki aukist eins mikið og var aðeins 14,8% söluaukning frá júní til september. Ford segir að samdrátturinn í sölu rafbíla haldist í hendur við 45,8% samdrátt í sölu á Ford-150 Lightning EV en loka þurfti verksmiðjunni tímabundið í sex vikur þar sem pallbíllinn var framleiddur.

Jim Farley, framkvæmdastjóri Ford, sagði í júlí á þessu ári að hann vildi breyta stefnu fyrirtækisins og byrja að bjóða upp á meira úrval rafmagns- og tvinnbíla. „Fyrir tveimur árum síðan var hugsun innan iðnaðarins að það væri mikið gljá milli tvinnbíla og rafbíla. Nú er ljóst að það er fjöldi stiga rafbíla sem hægt er að blanda saman.“

Ford segist einnig áætla að það muni fjórfalda sölu á tvinnbílum sínum næstu fimm árin.