Lóðirnar þrjátíu í Hvammsvík, sem Skúli Mogensen bauð til sölu fyrir helgi, seldust svo til samstundis upp. Fyrir höfðu átta lóðir verið teknar frá. Að sögn fasteignasala sem annaðist söluna komust færri að en vildu og því einhver sem sitja eftir með sárt enni. Verð var frá sex og upp í fimmtán milljón krónur.

„Eftirspurnin var alls staðar að, af höfuðborgarsvæðinu, norðurlandi og erlendis frá. Þetta kom mér glettilega á óvart en það er augljóst að fyrirhuguð uppbygging veitingastaðar og sjóbaða, auk náttúrufegurðar og nálægðar við höfuðborgina, trekkti að,“ segir fasteignasalinn Gunnar Sverrir Harðarson. Þau sem keyptu hafi nú kost á því að byggja sér „sína eigin paradís“ þar sem stutt er í allt.

Stærðarbil lóðanna er frá hálfum hektara og upp í heilan og á hverri má reisa allt að 300 fermetra hús. Að sögn Gunnars myndaðist nær samstundis, skömmu eftir að lóðirnar voru auglýstar á laugardag, biðlisti. Síðan hafi áhugasamir kaupendur kíkt í Hvalfjörðinn, skoðað svæðið og greitt staðfestingargjald. Nái einhverjir kaupendur ekki að klára kaupsamning verða nýir teknir inn af biðlista.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Rætt er við Riaan Dreyer, framkvæmdastjóra upplýsingatækni hjá Íslandsbanka, um tækniframþróun í bankakerfinu og fyrirhugað tækniþróunarsetur bankans í Póllandi.
  • Fjallað er um fjárhag kísilvers PCC á Bakka.
  • Farið er yfir horfurnar í Íslandsflugi á næstunni.
  • Stjórnendur Hvals mátu það svo að hagstæðara væri fyrir félagið að sleppa því að áfrýja innlausnarmálum þótt þeir væru ósammála niðurstöðunni.
  • Rýnt er í nýlega rannsókn á jafnlaunastaðli.
  • Vísir mun ekki geta fært sér í nyt yfirfæranlegt skattalegt tap sem myndaðist í rekstri dótturfélags síns.
  • Huginn og Muninn, Týr og fjölmiðlarýnir eru venju samkvæmt á sínum stað.
  • Óðinn fræðir lesendur um það hvaða flokk hann íhugar að kjósa í komandi alþingiskosningum.