Vermont fylki í Bandaríkjunum hyggst opna skíðasvæði sín en hagkerfi fylkisins reiðir sig að miklu leiti á komu ferðamanna. Dauðsföll í Vermont eru þau lægstu af öllum fylkjum Bandaríkjanna eða 58 alls.
Starfsmenn sumra skíðasvæða vinna að því að endurhanna verkferla til þess að lágmarka biðraðir og náin samskipti fólks. Sagt er frá því á vef WSJ að eitt skíðasvæði í áðurnefndu fylki sem rekið er af fjölskyldu hafi eytt um 100 þúsund Bandaríkjadölum, andvirði um fjórtán milljóna króna, í tækniuppfærslur til þess að tryggja rafræn viðskipti.
Vermont hefur sett á kröfu um sóttkví fyrir ferðamenn sem koma til fylkisins. Krafa um sóttkví byggist meðal annars á útbreiðslu faraldursins í heimkynni ferðamannsins og ferðamáta hans. Haft er eftir viðmælanda WSJ að heilbrigðiskerfi Vermont geti ekki staðist mikið álag. Skyldi veiran verða útbreidd þar gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar.