Íbúar Sam­einuðu arabísku fursta­dæmanna (SAF) hafa á síðustu mánuðum orðið upp­spretta aukinnar eftir­spurnar eftir lúxusíbúðum í London.

Ástæður þess eru lækkað fast­eigna­verð í bresku höfuð­borginni og nýtt skatt­kerfi sem býður efnaðri út­lendingum fjögurra ára skatt­leysi á er­lendum tekjum og eigna­sköttum.

Sér­fræðingar í fast­eigna­við­skiptum og skattalög­fræði segja þetta hafa vakið áhuga bæði auðugra íbúa SAF og efnaðra Breta sem snúa heim eftir margra ára dvöl er­lendis.

Lúxus­fa­st­eigna­markaðurinn í London hefur verið í lægð um ára­bil vegna hærri skatta, Brexit-óvissu og breytinga á skatta­legri stöðu er­lendra íbúa.

Í maí 2025 féllu fast­eigna­verð í Kensington og Chelsea í sitt lægsta gildi síðan 2013.

Þegar fjár­málaráðherra Bret­lands, Rachel Ree­ves, af­nam svo­nefnda non-dom stöðu í fyrra og kynnti nýtt kerfi sem veitir er­lendum fjár­festum og Bretum sem snúa heim skatt­frelsi á er­lendar tekjur í fjögur ár, varð London skyndi­lega álit­legri áfangastaður fyrir fjár­festa frá Miðaustur­löndum.

„London lítur út fyrir að vera ódýrari en áður og við sjáum greini­lega aukna eftir­spurn frá Miðaustur­löndum,“ segir James For­bes, stofnandi fast­eignaráðgjafar­fyrir­tækisins For­bes Gil­bert-Green.

Sam­kvæmt fast­eignasölunni Knight Frank voru kaup­endur frá SAF um 3% af er­lendum kaup­endum á lúxus­markaðinum í mið­borg London síðasta árið. Það er stór aukning frá 0,6% árið á undan.

Stu­art Bail­ey, yfir­maður sölu­deildar hjá Knight Frank, segir að lægra verð og skatt­fríðindin hafi skapað kjörið tækifæri fyrir fjár­festa: „Ef þú ert frá SAF og hefur ekki áður keypt í London, þá er þetta rétti tíminn.“

Á sama tíma hafa fast­eigna­verð í Dubai rokið upp um 67% síðan 2019. Fjár­sterkir íbúar þar hafa því getað selt eignir með miklum hagnaði og notað fjár­magnið til að fjár­festa á lág­punkti í London.


Ekki eru aðeins fjár­sterkir Miðaustur­landa­búar að nýta sér þetta tækifæri. Liza-Jane Kel­ly, yfir­maður íbúða­sviðs Savills í London, segir að hún hafi undan­farið að­stoðað marga Breta sem hafa búið er­lendis í mörg ár við að kaupa fast­eignir í borginni.


„Sumir vilja veita börnum sínum að­gang að bresku mennta­kerfi, aðrir nýta sér skatta­leg fríðindi. Margir þeirra eru að koma heim eftir 10–15 ár í Dubai,“ segir hún.

Sam­kvæmt Kel­ly keyptu tveir slíkir kaup­endur ný­lega eignir í Chelsea og Knights­brid­ge á bilinu 4–6,5 milljónir punda.

Áhugi fjár­festa úr Miðaustur­löndum tak­markast ekki við íbúðar­húsnæði. Knight Frank segir að fjár­festar þaðan hafi sett 245 milljónir punda í breskar at­vinnu­eignir á þessu ári, saman­borið við 25 milljónir á öllu árinu 2024.

Þrátt fyrir ótta við að af­nám non-dom stöðunnar myndi fæla auðuga er­lenda íbúa frá Bret­landi, benda nýjustu tölur til þess að margir sjái nú Bret­land sem hagstæðan áfangastað bæði til bú­setu og fjár­festinga.

Fjár­málaráðu­neytið í London segir nýja kerfið sé bæði ein­faldara og meira aðlaðandi:

„Bret­land býður nú upp á lægri skatta og hagstæðara um­hverfi en nokkurt annað G7-land í Evrópu,“ segir í yfir­lýsingu ráðu­neytisins.