Greiningar­deild Lands­bankans spáir því að peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands muni halda stýri­vöxtum ó­breyttum í næstu viku er nefndin kemur saman þrátt fyrir hjaðnandi verð­bólgu og sátt á vinnu­markaði að mestu.

Í Hag­s­já bankans er því spáð að vextir verði á­fram ó­breyttir í 9,25% en verð­lag hækkaði um­fram væntingar í febrúar og verð­bólgu­væntingar hafa lítið breytt frá síðasta fundi nefndarinnar.

„Auk þess ríkir enn ó­vissa um fram­vindu kjara­samninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfir­lýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxta­lækkun kunni að vera handan við hornið,“ segir í Hág­sjánni.

Að mati bankans er það þó ekki ó­hugsandi að nefndin lækki vexti um 0,25%. Peninga­stefnu­nefndin hefur haldið vöxtum ó­breyttum við síðustu þrjár vaxta­á­kvarðanir en fyrsta á­kvörðunin kom í októ­ber þegar mikil ó­vissa ríkti um horfur í efna­hags­lífinu.

„Tónninn í síðustu yfir­lýsingu var nokkuð bjartur, en þó var tekið fram að lang­tíma­verð­bólgu­væntingar hefðu lítið breyst og haldist yfir mark­miði, enn væri spenna á vinnu­markaði og að verð­bólga gæti enn reynst þrá­lát. Nefndar­menn voru allir nema einn sam­mála um að halda vöxtum ó­breyttum, en sá greiddi at­kvæði gegn til­lögu seðla­banka­stjóra um ó­breytta vexti og vildi heldur lækka um 0,25 prósentu­stig,“ segir í Hag­s­já bankans.