Mars var stærsti mánuður í Kauphöllinni síðan í janúar árið 2008. Þetta kemur fram í Linkedin færslu hjá Ástgeiri Ólafssyni, starfsmanni Kauphallarinnar.

Fjöldi viðskipta var 13.102 talsins í mánuðinum, sem gera 570 viðskipti á degi hverjum. Jafnvel þó salan á hlut í Íslandsbanka sé tekin út fyrir sviga var mánuðurinn samt sá stærsti frá árinu 2008.