Allar helstu erlendu streymisveiturnar hafa hækkað verðskrána töluvert á milli ára.

Dýrasta mánaðaráskriftin er hjá Netflix 4K. Hún kostar nú 19,99 dollara og hefur hækkað um 10% frá í fyrra en þá kostaði hún 17,99 dollara. Bæði Hulu og Amazon Prime hafa hækkað verðið um 15% á milli ára eða úr 12,99 dollurum í 14,99.

Hlutfallslega mesta hækkunin á milli ára hefur verið hjá Apple TV+ en þar hefur áskriftin hækkað úr 4,99 dollurum í 6,99 eða um 40%. Disney+ hefur hækkað sína áskrift um 38% á milli ára eða úr 7,99 dollurum í 10,99.